Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um endurgjald fyrir þjónustu Viðskiptahúsins fasteignamiðlunar ehf.  og gildir nema um annað hafi verið samið, þá til hækkunar eða lækkunar eftir eðli og magni viðskiptanna.  Þóknun fasteignasala er virðisaukaskattsskyld.  Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar með virðisaukaskatti.  Vsk.númer: 119866.

 

Fyrir sölu atvinnuhúsnæðis í almennri sölu er þóknun 3,5 % af söluverði auk vsk., þó aldrei lægri en kr. 450.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir sölu atvinnuhúsnæðis í einkasölu er þóknun skv. samkomulagi, þó aldrei lægri en kr. 450.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir sölu fasteigna milli landa er þóknun 5,0% af söluverði auk vsk., þó aldrei lægri en kr. 850.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir sölu íbúðarhúsnæðis er þóknun samkvæmt samkomulagi en þó aldrei lægri en kr. 550.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna er þóknun 1% af söluverði auk vsk., þó aldrei lægri en kr. 450.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir sölu sumarhúsa/lóða er þóknun 2,5 % af söluverði auk vsk., þó aldrei lægri en kr. 350.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Kaupendaþóknun er skv. samkomulagi eða þó eigi lægri en kr. 70.000,-.

 

LEIGUMIÐLUN

Þóknun fyrir gerð leigusamnings um atvinnuhúsnæði skal vera samsvarandi 2ja mánaða mánaðarleigu auk vsk.

Þóknun fyrir gerð leigusamnings um einstakt íbúðarhúsnæði skal vera samsvarandi mánaðarleigu auk vsk.

Þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi skal samsvara mánaðarleigu hins leigða.

 

Gjaldskrá þessi gildir frá 1. desember 2017

 

Start typing and press Enter to search